Sonia Gandhi, leiðtogi Kongressflokksins á Indlandi, sagðist í dag hafna því að verða næsti forsætisráðherra landsins. „Það hefur ekki verið takmark mitt að verða forsætisráðherra...ég fylgi minni innri rödd. Í dag segir sú rödd mér að ég verði að biðjast undan því að taka við þessu embætti,“ sagði Gandhi á þinginu í dag.
Eftir þessa yfirlýsingu umkringdu reiðir stuðningsmenn Gandhi og varð atvikið til þess að hún varð að gera hlé á máli sínu.
Að því er fram kemur í frétt BBC er ekki ljóst hvers vegna Gandhi, sem vann óvæntan sigur í kosningum í landinu í síðustu viku, tók þessa ákvörðun.