Þýska þjóðþingið velur sér nýjan forseta

Gerhard Schröder, kanslari Þýskaland, ásamt Gesine Schwan.
Gerhard Schröder, kanslari Þýskaland, ásamt Gesine Schwan. AP

Fyrsta um­ferð í kosn­ing­um um nýj­an for­seta Þýska­lands fer fram í þjóðþingi lands­ins í dag. Bar­átta um embættið er á milli Horst Köhler, sem hef­ur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF), og Ges­ine Schw­an, sem er pró­fess­or í stjórn­mála­fræði.

Um 1.205 full­trú­ar taka sæti á sér­stök­um þing­fundi þar sem greidd eru at­kvæði um næsta for­seta lands­ins. Kristi­leg­ir demó­krat­ar og frjáls­lynd­ir, sem hafa meiri­hluta á þingi, styðja við bakið á Köhler. Jafnaðar­menn vilja hins veg­ar að Schw­an verði fyrsti kven­for­seti lands­ins. Kristi­leg­ir demó­krat­ar eru sig­urviss­ir og telja að úr­slit­in liggi fyr­ir eft­ir fyrstu um­ferð.

Köhler, sem er 61 árs og hef­ur stafað all­an sinn fer­il í alþjóðleg­um fjár­mála­heimi, er gift­ur tveggja barna faðir. Schw­an, sem er einnig 61 árs, stjórn­ar Via­dr­ina Europe­an-há­skól­an­um. Hún er ekkja og tveggja barna móðir.

Embætti for­seta lands­ins er að mestu leyti valda­laust í póli­tísk­um skiln­ingi, en hann er op­in­ber full­trúi 82 millj­óna Þjóðverja og fær tæki­færi til þess að eiga sam­skipti við leiðtoga heims­ins. Nýr for­seti, sem tek­ur við völd­um hinn 1. júlí, tek­ur við hlut­verki Jó­hann­es­ar Rau, sem gegndi embætti sínu í fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert