Tæplega 60% fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum

59,6% landsmanna eru fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í …
59,6% landsmanna eru fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, að því er fram kemur í skoðanakönnun IMG Gallup fyrir SVÞ. mbl.is

59,6% landsmanna eru fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, að því er fram kemur í skoðanakönnun IMG Gallup fyrir Samtök verslunar og þjónustu. 35% svarenda voru andvígir sölu þessara drykkjarvara í matvöruverslunum og 5,4% tóku ekki afstöðu. Fleiri karlar en konur eru fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. 65,7% karla voru fylgjandi frjálsri sölu en 53,5% kvenna.

Upphaflegt úrtak IMG var 1.350 manns á aldrinum 16–75 ára og fjöldi svarenda var 800 manns. Um var að ræða símakönnun sem fór fram 5.–18. maí. Spurt var: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum?”. Flestir svarenda voru í hópnum „Mjög fylgjandi” eða 32,7% og næstflestir í hópnum „Frekar fylgjandi” eða 26,9%.

Könnun á vegum SVÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert