Forsetinn staðfestir ekki fjölmiðlalögin

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum í dag. mbl.is/Júlíus

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, til­kynnti á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum að hann hefði ákveðið staðfesta ekki fjöl­miðlalög­in, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðar­inn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Ólaf­ur Ragn­ar las upp yf­ir­lýs­ingu þessa efn­is á blaðamanna­fund­in­um og sagði m.a. að skort hefði á sam­hljóm­inn sem þyrfti að vera milli þings og þjóðar í svo mik­il­vægu máli en að í þess­ari ákvörðun fæl­ist hvorki gagn­rýni á Alþingi né rík­is­stjórn og ekki held­ur efn­is­leg afstaða til lag­anna sjálfra. Sagðist Ólaf­ur Ragn­ar hafa í dag gert for­sæt­is­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra grein fyr­ir ákvörðun sinni og efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar. Hann svaraði ekki spurn­ing­um frétta­manna og sagði rétt að láta efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar tala á þess­um degi.

Yf­ir­lýs­ing Ólafs Ragn­ar Gríms­son­ar var eft­ir­far­andi:

„1. Lýðræði, frelsi og mann­rétt­indi eru grund­völl­ur ís­lenskr­ar stjórn­skip­un­ar.

2. Fjölþætt tæki­færi til að tjá skoðanir, meta stefn­ur og strauma og fá traust­ar frétt­ir af inn­lend­um og er­lend­um vett­vangi, eru mik­il­væg­ar for­send­ur þess að lýðræði okk­ar sé lif­andi veru­leiki.

3. Fjöl­miðlar eru í nú­tíma sam­fé­lagi sá tengiliður, sem skap­ar al­menn­ingi aðstöðu til að njóta slíkra rétt­inda. Fjöl­breytt­ir og öfl­ug­ir fjöl­miðlar eru ásamt þrískipt­ingu rík­is­valds­ins skil­yrði fyr­ir því að lýðræðis­legt þjóðfé­lag geti þrif­ist og þrosk­ast.

4. Þrískipt­ing rík­is­valds­ins er tryggð í stjórn­ar­skránni en fjöl­miðlarn­ir eiga sér flók­ari ræt­ur. Þess vegna er nauðsyn­legt að lög og regl­ur, sem um þá gilda, þjóni skýrt mark­miðum lýðræðis­ins og víðtæk sátt ríki um slík lög líkt og víðtækt þjóðfé­lags­legt sam­komu­lag þarf að vera um hvernig þrískipt­ingu rík­is­valds­ins er háttað.

5. Fjöl­miðlarn­ir eru svo mik­il­væg­ir í lýðræðis­skip­an nú­tím­ans, að þeir eru tíðum nefnd­ir fjórða valdið. Marg­ir telja að fjöl­miðlarn­ir hafi meiri áhrif á hið raun­veru­lega lýðræði sem þjóðir búa við, en form­leg­ar regl­ur um vald­mörk helstu stofn­ana. Í stjórn­ar­skrá okk­ar seg­ir: „Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­leg­ar tálm­an­ir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða.“

6. Sjálf­stæðir og öfl­ug­ir, fjöl­breytt­ir og frjáls­ir fjöl­miðlar eru horn­stein­ar lýðræðis­ins.

7. Á tím­um vax­andi alþjóðavæðing­ar eru grósku­mikl­ir ís­lensk­ir fjöl­miðlar einnig for­senda þess að við varðveit­um áfram ís­lenska tungu, búum við sjálf­stæða menn­ingu og get­um metið heims­mál­in á eig­in for­send­um. Kraft­mik­il ís­lensk fjöl­miðlun styrk­ir stöðu okk­ar í sam­keppni við er­lenda miðla og gegn­ir lyk­il­hlut­verki við að tryggja að ís­lensk menn­ing og tunga haldi stöðu sinni og efl­ist á nýrri öld.

8. Að und­an­förnu hafa verið harðar deil­ur um þann laga­grund­völl fjöl­miðlanna sem mótaður er í frum­varpi sem Alþingi hef­ur nú af­greitt. Þá hef­ur og ít­rekað verið full­yrt að þetta laga­frum­varp muni hvorki stand­ast stjórn­ar­skrá né alþjóðlega samn­inga. Rétt­mæti þeirra full­yrðinga munu dóm­stól­ar meta. Mik­il­vægt er hins­veg­ar að laga­setn­ing um fjöl­miðla styðjist við víðtæka umræðu í sam­fé­lag­inu og al­menn sátt sé um vinnu­brögð og niður­stöðu.

9. Því miður hef­ur skort sam­hljóm­inn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mik­il­vægu máli. Fjöl­miðlarn­ir eru sá horn­steinn í lýðræðis­skip­an og menn­ingu okk­ar Íslend­inga að ekki er far­sælt að var­an­lega verði djúp gjá milli þing­vilja og þjóðar­vilja. Slíka gjá þarf að brúa.

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hend­ur þann rétt sem henni er veitt­ur í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins og meti laga­frum­varpið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í sam­ræmi við 26. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar að staðfesta ekki laga­frum­varp um breyt­ingu á út­varps­lög­um og sam­keppn­is­lög­um og vísa því á þann hátt í dóm þjóðar­inn­ar. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni skal sú þjóðar­at­kvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kost­ur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagn­rýni á Alþingi né á rík­is­stjórn og ekki held­ur efn­is­leg afstaða til lag­anna sjálfra. Ein­göngu sú niðurstaða að far­sæl­ast sé fyr­ir okk­ur Íslend­inga að þjóðin fái tæki­færi til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórn­skip­an, þar sem for­seti Íslands og aðrir kjörn­ir full­trú­ar sækja vald sitt og umboð til henn­ar. Þjóðin hef­ur sam­kvæmt stjórn­ar­skránni síðasta orðið.

Bessa­stöðum 2. júní 2004
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son"

Lög­in sem for­seti Íslands hef­ur ákveðið að staðfesta ekki

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert