Brosnan gagnrýnir Íslendinga fyrir hvalveiðar

Hjónin Pierce og Keely Shaye Brosnan hleypa seglskipinu Söng hvalanna …
Hjónin Pierce og Keely Shaye Brosnan hleypa seglskipinu Söng hvalanna af stokkunum. AP

Kvikmyndaleikarinn Pierce Brosnan, sem þekktastur er fyrir að leika James Bond, skammaði Íslendinga, Norðmenn og Japana fyrir að veiða hvali þegar hann hleypti nýju skipi af stokkunum í Lundúnum í gær. Skipið er á vegum dýraverndunarsamtakanna IFAW og verður notað til rannsókna á sjávarspendýrum.

Brosnan sagði, að þetta nýja skip yrði þýðingarmikið við verndun hvala. „Noregur, Ísland og Japan: Þið hafi ekki heimild til að drepa hvalina. Ég stend hér sem faðir. Ég vil að börnin mín og börnin þeirra fái að njóta hvalanna," sagði hann, að því er kemur fram í breska blaðinu The Independent.

Skipið, sem heitir Söngur hvalanna, er búið hljóðlátum vélum og ekki á að vera hætta á að hvalir lendi í skrúfu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert