Dorritt eldar með breskum sjónvarpskokki á Bessastöðum

Þekkt­ur bresk­ur sjón­varp­s­kokk­ur, Mike Robin­son, mæt­ir í eld­húsið hjá frú Dor­ritt Moussai­eff á Bessa­stöðum næst­kom­andi föstu­dag. Þar ætla þau að elda lamba­kjöt að hætti hús­móður­inn­ar.

Þátt­ur­inn verður send­ur út á sjón­varps­stöðinni UK Food, sem er hluti af sam­steypu sjón­varps­stöðva sem nefn­ast UKTV og eru í eigu BBC og Flextech televisi­on. Alls horfa 19 millj­ón­ir manna á sjón­varps­rás­ir UKTV í hverj­um mánuði.

Þátta­gerðar­menn UK Food koma hingað til lands á veg­um Ice­land Express. Þeir munu fram­leiða fjóra staka þætti um ís­lenska mat­ar­gerð og verða þeir kryddaðir með mynd­um af ís­lensku mann­lífi og lands­lagi. Enn­frem­ur verður því gerð góð skil að far­gjöld til Íslands hafa lækkað veru­lega með til­komu Ice­land Express og því lítið mál fyr­ir Breta að koma hingað til að gæða sér á ís­lensk­um mat.

Auk þátt­ar­ins með for­setafrúnni, þar sem lamba­kjöt verður í aðal­hlut­verki, mun UK Food mæta á vík­inga­hátíðina í Hafnar­f­irði, þar sem fjallað verður um há­karla­verk­un og ís­lenska skyrið. Villt­ur ís­lensk­ur lax verður í aðahlut­verki í ein­um ætt­in­um og skötu­sel­ur í öðrum. Bresku þátta­gerðar­menn­irn­ir ætla jafn­framt að gera hátíðahöld­un­um á 17. júní góð skil, ekki síst skrúðgöng­um dags­ins, samn­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Icelandic Express.

Þætt­irn­ir frá Íslandi verða sýnd­ir sem inns­lög í eina mat­ar­gerðarþætt­in­um sem sýnd­ur er í beinni út­send­ingu í bresku sjón­varpi. Sá ber nafnið Good Food og er sýnd­ur dag­lega á UK Food sjón­varps­stöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert