Scarlett Johansson í næstu mynd Woody Allen

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AP

Leikkonan unga, Scarlett Johansson mun koma í stað Kate Winslet, sem sló í gegn í myndinni Titanic, í nýrri mynd leikstjórans Woody Allen. Winslet, sem er 29 ára, tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki geta leikið í myndinni því hún vildi eyða meiri tíma með tveimur börnum sínum. Því þurfti Allen að finna aðra stjörnu í hlutverk það er ætlað var Winslet.

Blaðið Daily Variety, sem þykir biblía skemmtanaiðnaðarins, hefur greint frá því að Allen hafi valið Johansson, sem er aðeins 19 ára, í hlutverkið. Johansson þykir vera leikkona á uppleið en í fyrra lék hún í myndum á borð við „Lost in Translation“ og „Girl With a Pearl Earring.“

Tökur á nýju myndinni, sem hefur ekki enn fengið titil, munu hefjast í Bretlandi í október. Framleiðslukostnaður myndarinnar er metinn á um 15 milljónir dollara eða um milljarð íslenskra króna.

Ekki hefur enn verið greint frá því um hvað myndin fjalli, en Variety segir að hún muni taka á lífi fína fólksins í London og að Johansson eigi að leika Holly, opinskáa og kynþokkafulla unga konu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir