Bush og Davíð segja viðræður þeirra hafa verið jákvæðar

Davíð Oddsson og George W. Bush í Hvíta húsinu í …
Davíð Oddsson og George W. Bush í Hvíta húsinu í dag. mbl.is/Einar Falur

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, sagði eft­ir hálf­tíma lang­an fund með Davíð Odds­syni, for­sæt­is­ráðherra í Hvíta hús­inu í dag, að þeir hefðu átt mjög op­in­ská­ar viðræður um varn­ar­mál­in á Íslandi. Sagði Bush að Davíð hefði verið tals­vert fylg­inn sér og fast­ur fyr­ir á fund­in­um, sem væri skilj­an­legt því hann legði áherslu á að tryggja ör­yggi síns lands og þjóðar. Lagði Bush áherslu á að þessi mál yrðu leyst með sam­komu­lagi þjóðanna. Varðandi framtíð banda­rískra orr­ustuþotna á Kefla­vík­ur­flug­velli sagðist Bush myndu láta skoða það mál mjög ræki­lega á næst­unni. Davíð Odds­son sagði að fund­ur­inn hefði verið já­kvæður og að Bush skildi að Ísland gæti ekki verið varn­ar­laust.

Davíð sagði á stutt­um frétta­manna­fundi að viðræðurn­ar um varn­ar­mál­in hefðu þokast í rétta átt á fund­in­um og sagði að þeir hefðu átt mjög op­in­ská­ar viðræður um þau mál. Þegar Davíð var spurður hvort þeir Bush hefðu náð sam­komu­lagi um mál­efni varn­ar­stöðvar­inn­ar, sagði hann að ekki hefði verið ætl­un­in að ganga frá sam­komu­lagi á þess­um fundi held­ur hefði hann út­skýrt sjón­ar­mið ís­lenskra stjórn­valda fyr­ir Banda­ríkja­for­seta og Bush hefði gert grein fyr­ir sjón­ar­miðum Banda­ríkja­stjórn­ar.

Bush óskaði síðan eft­ir að tjá sig um framtíð varn­ar­stöðvar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og F-15 orr­ustuþot­urn­ar fjór­ar sem þar eru staðsett­ar og sagði: „For­sæt­is­ráðherr­ann lagði mikla áherslu á að þot­urn­ar verði áfram á Íslandi. Hann var mjög ákveðinn í því að Banda­ríkja­menn viðhéldu her­stöðinni. Ég svaraði hon­um því, að ég kæmi að þessu máli af opn­um huga en ég vildi tryggja að ég skilji all­ar af­leiðing­ar þeirr­ar ákvörðunar sem tek­in verður, hvort sem hún verður um að vél­arn­ar verði þarna áfram eða ekki. Við mun­um afla okk­ur frek­ari upp­lýs­inga. Hann ætl­ar að afla frek­ari upp­lýs­inga um varn­arþarf­irn­ar á Íslandi og aðstöðuna og ég mun hafa sam­band við þær stofn­an­ir hér sem málið varða og meta málið af yf­ir­veg­un í kjöl­farið. Ég sagði for­sæt­is­ráðherr­an­um að ég mæti mik­ils banda­lag okk­ar og vináttu. Ég hef full­an skiln­ing á sjón­ar­miðum hans og við mun­um vinna sam­an að því að leysa þetta mál," sagði Bush.

Davíð sagði við Morg­un­blaðið að yf­ir­bragð fund­ar­ins með Bush hefði verið mjög gott og Banda­ríkja­for­seti hefði verið mjög áhuga­sam­ur um varn­ar­mál­in. Davíð sagði, að eng­in end­an­leg ákvörðun hefði verið tek­in á þess­ari stundu en all­ar þær bend­ing­ar sem fram hefðu komið í viðræðunum væru mjög já­kvæðar. Hann sagði að þótt ekki mætti gera of mikl­ar vænt­ing­ar þá væri það svo, að Bush skildi að Ísland gæti ekki verið varn­ar­laust.

Bush er 58 ára í dag og á blaðamanna­fund­in­um í Hvíta hús­inu óskaði Davíð Bush til ham­ingju með af­mælið. Í lok fund­ar­ins sungu all­ir frétta­menn­irn­ir af­mæl­is­söng­inn fyr­ir Bush.

Davíð Oddsson og George W. Bush í Hvíta húsinu í …
Davíð Odds­son og Geor­ge W. Bush í Hvíta hús­inu í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert