Uppgötvuðu við kistulagninguna að líkið var ekki af syni

Foreldrum 17 ára bandarísks pilts brá heldur betur í brún, er þau bjuggu lík sonar síns til greftrunar, þegar þau áttuðu sig á því að að líkið var alls ekki af syni þeirra. Lögreglumenn gerðu regin skyssu þegar þeir rugluðu saman tveimur unglingspiltum eftir árekstur þar sem annar þeirra lét lífið en hinn hlaut mikla áverka í andliti.

Nathaniel Smith, 16 ára, lést í bílveltu á laugardag en með honum í bílnum var vinur hans og skólabróðir Patrick Bement, 17 ára. Bement hlaut mikla höfuðáverka og áverka í andliti.

Lögreglumenn á vettvangi báru ranglega kennsl á hinn látna og töldu hann vera Bement þar sem ökuskírteini Bements fannst við hlið líksins af Smith.

Bement var færður á sjúkrahús í Traverse City í Michigan, þar sem umbúðir voru settar um höfuð hans. Hann er meðvitundarlaus og í lífshættu. Foreldrar Smith hafa setið við hlið Bements í þeirri von að sonur þeirra vaknaði til meðvitundar. Foreldrar Bements hófu hins vegar undirbúning að jarðaför hans þar sem þeim var sagt að líkið væri af syni þeirra.

Það var svo ekki fyrr en síðla þriðjudags við kistulagningu sem fjölskylda Bements sá líkið og áttaði sig á mistökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka