Sandra Bullock hefur trúlofast bifvélavirkjanum sínum, hinum húðflúraða Jesse James, að sögn skyldmenna leikkonunnar. Bað hann um hönd hennar er þau voru á dögunum í fríi á Hawaii og galt hún jáyrði við þeirri bón.
Fyrr í mánuðinum sást til turtildúfanna í gullsmíðaverslun í Los Angeles skoðandi trúlofunarhring með stórum demanti í. Fulltrúi leikkonunnar hélt því fram að þau hafi verið að kaupa gjöf fyrir þriðja aðila.
Sandra byrjaði að vera með Jesse í mars en hann er sagður um það leyti hafa gengið út frá eiginkonu sinni og klámmyndastjörnu til að vera með Bullock.
James komst í kast við lögin og sat inni fyrir bílþjófnað sem unglingur en hann hefur breytt mótorhjólum fyrir fjölda stjarna, svo sem Keanu Reeves og Kid Rock. Hann er fimm árum yngri en Bullock. Hann þykir afar ólíkur þeim mönnum sem hún hefur lagt lag sitt við til þessa, en þar má nefna Matthew McConaughy, Tate Donovan og Ryan Gosling.
James skildi við fyrstu konu sína og móður tveggja barna hans til að ganga að eiga klámstjörnuna Janine, sem ól honum dóttur, Sunny, mánuði eftir að skreið upp í sæng Söndru Bollock. Hann hefur nú einnig sótt um skilnað frá Janine.