Slagsmál á ítalska þinginu

Ítalskir þingmenn í slagsmálum í dag.
Ítalskir þingmenn í slagsmálum í dag. AP

Þing­fundi á ít­alska þing­inu var frestað í dag þegar slags­mál brut­ust út milli þing­manna eft­ir að þeir höfðu rif­ist um op­in­bert lán sem veita átti rík­is­flug­fé­lag­inu Alitalia. „Þetta er brjálæði, al­gert brjálæði," sagði Pier Fer­d­in­ando Cass­ini, for­seti neðri deild­ar þings­ins eft­ir að hann hafði frestað þing­hald­inu.

Deil­urn­ar brut­ust út eft­ir að Norður­banda­lagið, sem á aðild að rík­is­stjórn Sil­vi­os Berluscon­is, kom í veg fyr­ir áform um að veita Alitalia 400 millj­óna króna op­in­bert lán. Ráðherr­ar Norður­banda­lags­ins voru and­víg­ir lán­inu og þing­menn flokks­ins greiddu at­kvæði gegn því í þing­inu.

Þingmaður Sósí­al­ista­flokks­ins, sem einnig styður rík­is­stjórn­ina, gagn­rýndi þing­menn Norður­banda­lags­ins á þing­fund­in­um í dag. Þeir svöruðu full­um hálsi og í kjöl­farið upp­hófst mikið rifr­ildi í þingsaln­um. Dav­i­de Cap­ar­ini, þingmaður Norður­banda­lags­ins, sló þá þing­mann­inn Roberto Giachetti í and­litið og þurfti að fara með hann á slysa­deild til að gera að sár­um hans. Cap­ar­ini var í kjöl­farið sett­ur í þriggja daga bann á þing­inu.

Bobo Craxi, leiðtogi Sósí­al­ista­flokks­ins, til­kynnti að þing­menn flokks­ins, sem eru tveir, muni ekki taka þátt í fund­um stjórn­ar­meiri­hlut­ans fyrr en Norður­banda­lagið hafi beðist af­sök­un­ar.

Bobo er son­ur Betti­ono Crax­is, fyrr­um leiðtoga Sósí­al­ista­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra. Craxi eldri varð á sín­um tíma að flýja til Tún­is und­an yf­ir­vof­andi rétt­ar­höld­um vegna spill­ing­ar­ákæru og þar lést hann árið 2000.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert