Ákveðið að halda sérstakan norrænan fund um áfengismál

Forsætisráðherrar Norðurlanda í Eyjafirði í kvöld. Frá vinstri er Matti …
Forsætisráðherrar Norðurlanda í Eyjafirði í kvöld. Frá vinstri er Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, Göran Persson, forsætisráðherra Svía og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs. mbl.is/Kristján

For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna voru sam­mála um það á fundi sín­um í Svein­bjarn­ar­gerði í Eyjaf­irði í kvöld að fram fari sér­stak­ur auka­fund­ur heil­brigðis- eða fé­lags­ráðherra land­anna þar sem rætt verði um áfeng­is­mál og verði fund­ur­inn hald­inn áður en næsti fund­ur for­sæt­is­ráðherr­anna verður hald­inn í nóv­em­ber. Áfeng­is­gjöld hafa verið lækkuð á und­an­förn­um miss­er­um í Dan­mörku og Finn­landi til að draga úr ferðum til ná­granna­landa þar sem áfengi er mun ódýr­ara. Einnig er þrýst­ing­ur á stjórn­völd í Svíþjóð og Nor­egi að gera slíkt hið sama en norsk stjórn­völd eru al­farið and­víg slíku.

Lönd­in ætla einnig að reyna að vinna að því inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, að gjöld á strerkt vín og bjór verði hækkuð og tekið verði upp áfeng­is­gjald á létt­vín.

Fram kom á blaðamanna­fundi í kvöld, að eng­inn for­sæt­is­ráðherr­ann vildi í raun lækka áfeng­is­gjaldið en And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, sagði að lækk­un gjalds­ins þar í landi í vor hefði haft þau áhrif að veru­lega hefði dregið úr áfengis­kaupa­ferðum Dana til Þýska­lands. Matti Van­han­en, for­sæt­is­ráðherra Finna, sagði að lækk­un­in þar hefði leitt til þess að áfeng­isneysla hafi auk­ist um 10-15% sem sé ekki viðun­andi.

Bú­ist er við að fram komi til­laga í sænska þing­inu í þess­um mánuði um að áfeng­is­gjald verði lækkað þar í landi. Gör­an Pers­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði í dag að eng­inn vildi lækka þessi gjöld en þegar áfeng­is­versl­un­in færðist út fyr­ir landa­mær­in yrði erfiðara að hafa stjórn á fé­lags­leg­um hliðum vand­ans.

Mál­efni Íraks voru meðal umræðuefna á fundi for­sæt­is­ráðherr­anna. And­ers Fogh Rasmus­sen sagði að Norður­lönd­in hefðu ekki verið sam­mála um hernaðaraðgerðirn­ar í Íran all­ir væru sam­mála um að alþjóðasam­fé­lagið verði að aðstoða Íraka við að byggja upp þjóðfé­lagið og stíga fyrstu skref­in í átt að lýðræði. Dan­ir eru með um 500 her­menn í Írak und­ir stjórn Breta.

Hall­dór Ásgríms­son, ut­an­rík­is­ráðherra og starf­andi for­sæt­is­ráðherra, var gest­gjafi fund­ar­ins í veik­inda­for­föll­um Davíðs Odds­son­ar. For­sæt­is­ráðherr­arn­ir munu á morg­un ferðast um Norður­landa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert