Hitamet slegið í Reykjavík í morgun

Frá Nauthólsvík, en í Reykjavík komst hitinn í 24,8 gráður …
Frá Nauthólsvík, en í Reykjavík komst hitinn í 24,8 gráður í morgun. mbl.is/Árni Torfason

Hitamet var slegið í Reykjavík í morgun, en þá komst hitinn í 24,8 gráður milli klukkan 9 og 12 á opinberan mæli Veðurstofu Íslands. Sjálfvirkir mælar sýndu raunar aðeins meiri hita. Ekki er loku fyrir það skotið að hitinn verði hærri í borginni þegar líður á daginn, en hafgola sem kom um hádegisbil dregur þó úr líkum á því. Eldra metið var sett 9. júlí 1976, en þá komst hitinn í 24,3 gráður, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá náði hitinn í 24,7 gráður þann 24. júní 1891, en þá hafði Veðurstofan ekki tekið til starfa.

Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, má búast við að hitamet víðar á landinu falli. Klukkan 12 var hitinn t.d. 26 stig í Húsafelli, við Mývatn og á Þingvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert