Lagt hald á skotfæri, skotvopn og þýfi við húsleit í austurborginni

Hluti af vopnunum sem lögreglan lagði hald á í nótt.
Hluti af vopnunum sem lögreglan lagði hald á í nótt. mbl.is/Júlíus

Nokkru eft­ir miðnætti hafði lög­regla í Reykja­vík af­skipti af mönn­um sem áður hafa komið við sögu henn­ar, þar sem þeir voru á ferð í bíl í borg­inni. Í kjöl­farið var gerð hús­leit í hús­næði í aust­ur­borg­inni, sem menn­irn­ir tengj­ast. Þar var lagt hald á mikið magn skot­færa, nokk­ur skot­vopn, þar á meðal tvær af­sagaðar hagla­byss­ur, hnífa, exi og sveðjur, að sögn lög­reglu. Við hús­leit­ina fannst jafn­framt ætlað þýfi að verðmæti nokk­ur hundruð þúsund króna og fíkni­efni í ein­hverju magni.

Þrír eru í haldi lög­reglu vegna máls­ins og hafa þeir all­ir komið áður við sögu lög­reglu. Málið er í rann­sókn.

Þá hand­tók lög­regla einn mann und­ir morg­un er var á ferð í bíl. Reynd­ist hann hafa ætlað þýfi í bíl­un­um. Maður­inn er í haldi lög­reglu og mun þurfa að gera grein fyr­ir mun­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert