Þúsundir barna að hefja grunnskólagöngu

mbl.is/Jim Smart

Þúsundir barna hófu grunnskólagöngu sína í morgun en allir grunnskólar í Reykjavík, utan einn, voru settir í morgun. Alls eru 45 þúsund nemendur í öllum grunnskólum landsins, þar af ríflega 15.000 börn í Reykjavík, en gera má ráð fyrir því að á fimmta þúsund börn setjist í 1. bekk grunnskóla um allt land. Meðfylgjandi mynd var tekin í Melaskóla í morgun þegar skólinn var settur eftir sumarleyfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert