Mikil hátíðarhöld eru í París, höfuðborg Frakklands, í dag til að minnast þess að rétt 60 ár eru liðin frá því borgin var frelsuð úr höndum Þjóðverja. Á þessu ári hefur margra atburða í síðari heimsstyrjöldinni verið minnst á meginlandi Evrópu en í júní voru m.a. 60 ár frá því Róm, höfuðborg Ítalíu, var frelsuð og því að innrásin var gerð í Normandy. Hátíðarhöldin í dag eru þau síðustu sem fyrirhuguð eru á þessu ári. Á myndinni sést Jacques Chirac, forseti Frakklands og fleiri franskir ráðamenn koma til hátíðarhaldanna.