Bush heitir stuðningi við að leysa gíslatökumálið í Ossetíu

Löreglumenn skýla sér á bak við lögreglubíl skammt frá skólanum …
Löreglumenn skýla sér á bak við lögreglubíl skammt frá skólanum í Beslin.

George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í í Vladímír Putín Rússlandsforseta í dag og hét honum stuðningi við að leysa gíslatökumálið í Ossetíu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Moskvustjórnarinnar. Þakkaði Pútín samhug Bush en fyrr í dag fordæmdi utanríkisráðuneytið í Washington töku skóla í borginni Beslan sem er 15 km norður af Vladíkavlaz, höfuðstað lýðveldisins Norður-Ossetíu sem á landamæri að Tétsníu.

Að sögn rússnesku öryggisþjónustunnar munu um 300 manns vera í klóm vopnaðra manna sem ruddust inn í skólann í morgun. Skella rússnesk stjórnvöld skuldinni á „alþjóðlegar hryðjuverkasveitir“ en þar eru þau talin eiga við tésenska aðskilnaðarsinna. Helsti leiðtogi þeirra, Aslan Maskhadov, neitar því þó að menn hans eigi hlut að máli.

Embættismenn sem náðu sambandi við mennina segja þá hafa hafnað því að matvæli og vatn yrðu send inn í bygginguna. Gíslatökumennirnir eru sagðir krefjast þess að rússneskar hersveitir verði kvaddar frá Tétsníu og félögum þeirra sleppt úr rússneskum fangelsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert