Siv lét Sigríði Önnu fá lykla með rjúpnafæti á kippunni

Sigríður Anna Þórðardóttir og Siv Friðleifsdóttir í umhverfisráðuneytinu í dag.
Sigríður Anna Þórðardóttir og Siv Friðleifsdóttir í umhverfisráðuneytinu í dag. mbl.is/Kristinn

Siv Friðleifsdóttir óskaði Sigríði Önnu Þórðardóttur, nýskipuðum umhverfisráðherra, góðs gengis í starfi þegar hún lét lyklana af hendi í ráðuneytinu við Vonarstræti í dag, og sagði það kannski vera táknrænt að lyklakippan væri rjúpnafótur.

„Ég er þess fullviss að þú eigir eftir að standa þig hér með miklum sóma," sagði Siv.

Sigríður Anna þakkaði hlýjar kveðju Sivjar og sagði það hafa verið ánægjulegt að eiga við hana samstarf, m.a. sem formaður umhverfisnefndar Alþingis. Engan skugga hefði borið þar á. Óskaði Sigríður forvera sínum velfarnaðar í komandi þingstörfum. „Ég tek við góðu búi," sagði Sigríður Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert