Arafat fluttur á sjúkrahús í Ramallah

Palestínskir lögreglumenn við höfuðstöðvar Arafats í Ramallah í dag.
Palestínskir lögreglumenn við höfuðstöðvar Arafats í Ramallah í dag. AP

Flytja átti Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna, á sjúkrahús í Ramallah á Vesturbakkanum í dag, að sögn ísraelskra öryggisþjónustumanna. Er það í fyrsta skipti í nærri 3 ár sem Arafat yfirgefur höfuðstöðvar sínar í borginni.

Heilsa Arafats versnaði skyndilega í gærkvöldi en hann missti meðvitund um tíma. Í morgun kom hópur jórdanskra lækna í höfuðstöðvar Arafats í Ramallah.

Ísraelsher hefur gert áætlanir um viðbúnað ef Arafat fellur frá og palestínskar öryggissveitir eru í viðbragðsstöðu, því óttast er að óeirðir brjótist út á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu.

Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu.
Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert