Gosið í Grímsvötnum kemur upp úr ísnum

mbl.is

Eld­gos er hafið í Grím­svötn­um í Vatna­jökli. Í frétta­til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni kem­ur fram að smám sam­an hafi orðið ljós­ara að um gos sé að ræða og að það komi upp úr ísn­um. „Það er erfitt að dæma um það með fullri vissu hvenær gosið hef­ur kom­ist upp úr ísn­um. Mjög lík­legt er að það hafi kom­ist upp úr ísn­um um kl. 21 50. Þá hætta að vera skjálft­ar í óró­an­um, sem bend­ir til að gos­rás­in upp úr sé orðin greið. Það hef­ur enn ekki sést til goss­ins en það staf­ar vænt­an­lega af því að þarna er slæmt veður og af­leitt skyggni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá Veður­stof­unni.

„Þegar bor­inn er sam­an gosóró­inn og jarðskjálft­ar núna og fyr­ir gosið 18. des­em­ber 1998, bend­ir það til þess að um svipaðan at­b­urð sé að ræða. Þó voru skjálft­ar miklu meiri á und­an gos­inu 1998, sér­stak­lega síðustu 5 klukku­stund­irn­ar á und­an gos­inu. Þessi mis­mun­ur gæti stafað af því að gosið núna ætti greiðari leið en þá upp á yf­ir­borðið vegna þess hve stutt er frá gos­inu 98.

Varðandi ná­kvæma staðsetn­ingu goss­ins virðist það vera í eða ná­lægt Grím­svötn­um. Ekki er þó hægt að úti­loka að það sé aðeins sunn­ar, jafn­vel aðeins sunn­an við Gríms­fjall.

Búið er að loka veg­in­um um Skeiðar­ársand, þar sem bú­ast má við auknu vatns­rennsli í hlaup­inu sem nú stend­ur yfir. Áfram verður fylgst með fram­vind­unni á Veður­stof­unni í nótt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert