Þýskt tryggingarfélag hefur sent viðskiptavinum sínum bréf þar sem þeir eru beðnir um að borða meira súkkulaði ef þeir vilja minnka áhættu á hjartaáfalli.
Þrátt fyrir að ýmsir hafi viljað halda því fram í gegnum tíðina að súkkulaði sé meinhollt þá er þetta í fyrsta skipti sem tryggingarfélag hvetur viðskiptavini sína til súkkulaðiáts, að því er fram kemur á vefnum Ananova.
Þýska tryggingarfélagið DAK segir súkkulaði hollt og vísar til grískra rannsókna í því sambandi. Það bendir hins vegar á að ekki sé hollt að borða meira eina súkkulaðistöng á dag.