Forseti Alþingis ræddi við forsætisráðherra Japans

Halldór Blöndal og fylgdarlið á Tsukiji fiskmarkaðinum í Tókýó.
Halldór Blöndal og fylgdarlið á Tsukiji fiskmarkaðinum í Tókýó. mynd/Arnljótur B. Bergsson

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn ásamt íslenskri sendinefnd í Japan í boði forseta efri deildar japanska þingsins, og stendur hún til 16. nóvember. Við komuna til Japan á fimmtudag fundaði sendinefndin með gestgjafanum. Sendinefndin ræddi við forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, forseta efri deildar japanska þingsins, Chikage Oogi og forseta neðri deildar þingsins, Yohei Kono. Auk þess ræddi sendinefndin við hvalveiðinefnd þingsins.

Sendinefndin brá sér á Tsukiji fiskmarkaðinn í Tókýó, sem er einn sá stærsti í heimi, virti fyrir sér uppboð á túnfiski og kynnti sér aðra starfsemi markaðarins.

Með Halldóri Blöndal eru í för er eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, og þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ársælsson og Steingrímur J. Sigfússon ásamt forstöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis. Sendinefndin fer frá Tokyo í dag áleiðis til Kyoto. Halldór og Kristrún munu jafnframt hitta japönsku keisarahjónin á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert