Frumvarp um afnám verkfalls kennara samþykkt á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Frum­varp til laga um kjara­mál kenn­ara og skóla­stjórn­enda í grunn­skól­um var samþykkt á Alþingi rétt í þessu, með 28 at­kvæðum gegn 21. 14 þing­menn voru fjar­ver­andi. Verk­fall kenn­ara er því af­numið og gerðardóm­ur verður skipaður til að leysa kjara­deil­una, ná­ist ekki sam­komu­lag fyr­ir 20. nóv­em­ber næst­kom­andi. Hef­ur gerðardóm­ur­inn frest til 28. fe­brú­ar til að kom­ast að niður­stöðu.

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­um meiri­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar, sem samþykkt­ar voru í dag, verða ákv­arðanir gerðardóms­ins bind­andi sem kjara­samn­ing­ur á milli aðila frá og með gildis­töku lag­anna. Er með því tryggt að sú breyt­ing sem verður á kjör­um kenn­ara muni gilda frá og með þeim degi þegar þeir taka aft­ur til starfa.

Þá ger­ir breyt­inga­til­lag­an ráð fyr­ir að end­an­legt upp­gjör launa skuli fara fram eigi síðar en fjór­um vik­um eft­ir að niðurstaða gerðardóms ligg­ur fyr­ir, en frum­varpið gerði ráð fyr­ir dag­setn­ing­unni 30. apríl 2005.

Stjórn­ar­andstaðan greiddi at­kvæði gegn frum­varp­inu. Í nefndaráliti minni­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar seg­ir, að laga­setn­ing­in leysi eng­an vanda held­ur skjóti hon­um ein­ung­is á frest auk þess sem báðir samn­ingsaðilar hafi lýst and­stöðu sinni við hana. Nái frum­varpið fram að ganga muni óánægja inn­an kenn­ara­stétt­ar­inn­ar magn­ast og kunni að leiða til flótta úr stétt­inni. Skólastarf í land­inu verði í upp­námi ef frum­varpið verði samþykkt enda muni kenn­ar­ar mæta til starfa í al­gerri óvissu um framtíðar­kjör sín.

Frum­varpið, breyt­ing­ar­til­lög­ur og nefndarálit

Kennarar fjölmenntu við Alþingishúsið í morgun og lögðu m.a. banana …
Kenn­ar­ar fjöl­menntu við Alþing­is­húsið í morg­un og lögðu m.a. ban­ana við dyr húss­ins.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert