Tældi 9 ára stúlku upp í bifreið og skildi hana eftir í Skálafelli

Maðurinn tældi stúlkuna inn í bíl sinn á mótum Álfhólsvegar …
Maðurinn tældi stúlkuna inn í bíl sinn á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku. mbl.is/Júlíus

Níu ára stúlku var rænt í Kópa­vogi er hún var á leið heim til sín í aust­ur­bæn­um síðdeg­is í gær. Maður lokkaði hana inn í rauða fólks­bif­reið sína á Álf­hóls­vegi með því að þykj­ast færa henni al­var­leg­ar frétt­ir af for­eldr­um henn­ar í um­ferðarslysi. Lög­regl­an leit­ar nú manns­ins en hann fór með stúlk­una út fyr­ir bæ­inn og skildi hana síðan eft­ir í reiðileysi í Skála­felli. Var það henni til happs að jeppa­maður var þar á ferð stuttu seinna og kom henni til hjálp­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­vefjar Morg­un­blaðsins (mbl.is) mun maður­inn hafa fengið stúlk­una upp í bif­reiðina með því að tjá henni að móðir henn­ar hefði þá um dag­inn lát­ist í um­ferðarslysi og faðir henn­ar væri al­var­lega slasaður.

Hélt hann síðan sem leið lá út fyr­ir höfuðborg­ina og áleiðis upp í Skála­fell. Þar skildi hann stúlk­una eft­ir í myrkri og votviðri en það vildi henni til happs að ein­hverju seinna átti maður á jeppa leið um og ók hann fram á stúlk­una á Þing­valla­vegi og kom henni til sinna heima.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Kópa­vogi átti brott­nám stúlk­unn­ar sér stað um klukk­an 15:45 í gær. Maður­inn var um tví­tugt og á rauðum fólks­bíl. Hann ók stúlk­unni að af­leggj­ar­an­um að Skála­felli en þar lenti hann í snjó­krapi og lét stúlk­una fara út úr bíln­um en ók síðan í burtu og skildi hana eina eft­ir.

Lög­regl­an biður þá sem kynnu að geta gefið henni frek­ari upp­lýs­ing­ar um þetta mál eru beðnir að hringja til henn­ar í síma 560 30 41.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert