100 ára afmælis rafmagns minnst í Hafnarfirði

Minnisvarði um framtak Jóhannesar Reykdal er að rísa þar sem …
Minnisvarði um framtak Jóhannesar Reykdal er að rísa þar sem virkjun hans var. mbl.is/Árni Torfason

Þess verður minnst með mikilli hátíð í Hafnarfirði á sunnudag að þann dag verða 100 ár liðin frá því Jóhannes Reykdal bóndi og trésmiður í Hafnarfirði gangsetti litla virkjun sem markaði upphaf rafvæðingar hér á landi.

Rafmagn var leitt í 16 hús í bænum og var íbúðarhús Jóhannesar og fjölskyldu við Brekkugötuna eitt af þeim. Á þessum tíma bjuggu 1.079 manns í Hafnarfirði en hundrað árum seinna eru íbúar bæjarins orðnir tæplega 22.000. 

Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti. Listaverkið Hjól I eftir Hallstein Sigurðsson verður afhjúpað á Grundartúni á horni Austurgötu og Lækjargötu, en það er minnisvarði um Jóhannes Reykdal og framtak hans.

Hátíðardagskrá verður í Hafnarborg í tilefni afmælisins og klukkan 18.30 verða kveikt ljós á risaperu sem komið verður fyrir í læknum við Hafnarborg. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu.

Minnisvarði um framtak Jóhannesar Reykdal er að rísa í Hafnarfirði.
Minnisvarði um framtak Jóhannesar Reykdal er að rísa í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Torfason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert