Íbúum í Hnífsdal leyft að vitja eigna sinna

Gamla húsið á Hrauni er ónýtt eftir snjóflóðið en það …
Gamla húsið á Hrauni er ónýtt eftir snjóflóðið en það nýja slapp að mestu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Al­manna­varna­yf­ir­völd í Ísa­fjarðarbæ hafa nú heim­ilað íbú­um Árvalla og Hrauns í Hnífs­dal að huga að hús­eign­um sín­um en snjóflóð féll þar í morg­un og er nú ljóst að tölu­verðar skemmd­ir hafa orðið. Snjóflóðið er talið hafa verið um tæp­lega 600 metra breitt og það hreif með sér gamla bæ­inn í Hrauni í Hnífs­dal og spennistöð við Árvelli. Við það fór raf­magn af svæðinu í kring. Einnig fór flóðið meðfram raðhús­um og blokk­um við Árvelli og al­veg niður á slétt­lendi og komst snjór inn í raðhús­in og glugg­ar brotnuðu.

Gamli bær­inn á Hrauni var byggður árið 1937 en ekki var búið í hon­um. Það hús er ónýtt. Einnig komst snjór í íbúðar­húsið í Hrauni sem byggt var 1978. Þar hafa orðið nokkr­ar skemmd­ir en eld­húsið fyllt­ist af snjó. Útihús á bæn­um sluppu við flóðið en talið er að tæki sem voru á hlaðinu hafi skemmst.

Önund­ur Jóns­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir að þar sem veður hafi skánað hafi verið tek­in ákvörðun um að leyfa íbú­um á um­ræddu svæði í Hnífs­dal að vitja eigna sinna. Um­rædd svæði eru hins­veg­ar lokuð al­mennri um­ferð. Íbúar svæðis­ins eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu áður en þeir halda til húsa sinna.

Helstu akst­urs­leiðir inn­an­bæjar á Ísaf­irði eru nú fær­ar að sögn Þor­björns Jó­hann­es­son­ar bæj­ar­verk­stjóra. Flest­ar göt­ur í Hnífs­dal hafa nú þegar verið mokaðar. Í Holta­hverfi hef­ur leið stræt­is­vagna verið rudd og unnið er að mokstri á Eyr­inni.

Þor­björn seg­ir að lít­il ofan­koma hafi verið í nótt og því sé ófærð ekki mjög mik­il. Hann seg­ir þó að ennþá sé spáð tölu­verðri ofan­komu og því geti ástandið versnað fljótt.

Gamla íbúðarhúsið á Hrauni er ónýtt eftir að snjóflóðið lenti …
Gamla íbúðar­húsið á Hrauni er ónýtt eft­ir að snjóflóðið lenti á því. mbl.is/​Hall­dór
Snjóflóðið hreif með sér gamla bæinn á Hrauni en hlífði …
Snjóflóðið hreif með sér gamla bæ­inn á Hrauni en hlífði nýja bæn­um. mbl.is/​Hall­dór Svein­björns­son
Flóðið náði að fjölbýlishúsum við Árvelli.
Flóðið náði að fjöl­býl­is­hús­um við Árvelli. mbl.is/​Hall­dór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert