Kiefer Sutherland forviða yfir skotgleði Íslendinga á gamlárskvöld

Kiefer Sutherland ásamt vini sínum Rocco Deluca á Kofa Tómasar …
Kiefer Sutherland ásamt vini sínum Rocco Deluca á Kofa Tómasar frænda fyrir stuttu.

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem dvaldist hér á landi um áramótin, segist hafa orðið forviða yfir skotgleði Íslendinga. „Ég sá örugglega rosalegustu flugeldasýningu á ævi minni,“ er haft eftir honum á vefritinu Contactmusic. „Það eru engin lög um flugelda á Íslandi, sem gerir gamlárskvöld mjög áhugavert. Þetta er lítil þjóð en þeir eyða meira en 15 milljónum dollara í flugelda fyrir þetta kvöld.

„Þetta er eins og stríðssvæði. Það er ekkert skipulag ... ég sá sex ára krakka halda á 15 kílóa sprengjuvörpu og annar sex ára krakki elti hann með eldspýtur.

Ég tók myndband af þessu því ég hélt ekki að neinn myndi trúa mér heima,“ sagði Sutherland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup