Bresk kona í fangelsi fyrir að nota nauðgunarlyf á ríka menn

Kona sem notaði nauðgun­ar­lyfið Ro­hypnol til að „taka úr um­ferð“ banka­stjóra og kvik­mynda­leik­stjóra hef­ur verið dæmd í fimm ára fang­elsi. Talið er að hún sé fyrsta kon­an sem refsað er fyr­ir að brúka lyfið á menn.

Sel­ina Hakki, sem er 37 ára, var dæmd í héraðsdóm­stóls­ins í Midd­les­ex í morg­un og flutt beint í dýfliss­una. Hún mun hafa haft þúsund­ir punda af fórn­ar­lömb­um sín­um sem hún fann á fremstu næt­ur­klúbb­um London.

Eft­ir að hafa komið auga á ákjós­an­legt fórn­ar­lamb sem annað hvort var í sérsaumuðum lúx­us­föt­um eða með dýr­ind­is úr um úlnliðinn, beitti hin ít­ur­vaxna tveggja barna móðir kyssi­leg­um vör­um sín­um, djúpri og beraðri brjósta­skor­unni eða beruðu læri til að næla sér í heim­boð í lúxus­í­búðir þeirra.

Þegar þangað var komið vildi hún hefja rauðvíns­drykkju og bætti lyf­inu út í glas fórn­ar­lambs­ins og hvatti það til að drekka í botn. Rauða vínið notaði hún til að hylja hinn blá­leita keim lyfs­ins og á nokkr­um mín­út­um „lágu þau stein­rotuð,“ eins og dóm­ari komst að orði.

Er þeir rönkuðu við sér mörg­um klukku­stund­um seinna var freist­ing­in á burt og margt af dýr­mæt­um eig­um þeirra líka. Hakki - sem er fædd og upp­al­in í Guy­ana og býr í Bow aust­ur af London - var sak­felld fyr­ir að hafa leikið þannig á tvo til­greinda menn á tíma­bil­inu frá í maí 2002 til ág­úst 2003; byrlað þeim lyf og síðan rænt þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert