Draga frétt til baka

Frétta­stofa Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar dró í frétt­um Bylgj­unn­ar í dag til baka frétt Stöðvar 2 í gær­kvöldi um að Ísland hefði verið komið á lista hinna vilj­ugu þjóða fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund þann 18. mars 2003. Var þetta gert eft­ir að Hall­dór Ásgríms­son, for­sæt­is­ráðherra, krafðist af­sök­un­ar­beiðni frá Stöð 2.

Sagði frétta­stof­an í dag, að þau mis­tök hefðu verið gerð að tíma­setn­ing frétt­ar CNN um at­b­urðinn hafi verið mis­les­in og álykt­un sem dreg­in var af tíma­setn­ing­unni sé því röng. Baðst frétta­stof­an vel­v­irðing­ar á þess­um mis­tök­um.

Hall­dór Ásgríms­son, for­sæt­is­ráðherra, sendi í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er furðu á frétta­flutn­ingi fjöl­miðla und­an­farna daga um aðdrag­anda þeirr­ar ákvörðunar ís­lenskra stjórn­valda að styðja inn­rás Banda­ríkja­manna, Breta og fleiri þjóða í Írak í mars­mánuði árið 2003.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að oft­ar en ekki hafi frétta­flutn­ing­ur­inn ein­kennst af út­úr­snún­ing­um og rang­færsl­um. Mjög hafi skort á að ná­kvæmni, vand­virkni og sann­girni hafi verið gætt. Nýj­asta dæmið um vill­andi mál­flutn­ing hafi birst í fyrstu frétt í frétta­tíma Stöðvar 2 miðviku­dags­kvöldið 26. janú­ar sl. Sá frétta­flutn­ing­ur veki enn á ný al­var­leg­ar spurn­ing­ar um vinnu­brögð ein­stakra frétta­manna.

„Þar var því haldið fram að mál­flutn­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar varðandi yf­ir­lýs­ingu um stuðning við banda­menn hafi bein­lín­is verið rang­ur. Virðist sú álykt­un dreg­in af tæp­lega tveggja ára gam­alli frétt af vefsíðu CNN og því haldið fram að um­rædd frétt hafi birst nokkru áður en ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um stuðning var tek­in. Frétt CNN er birt kl. 23.29 þann 18. mars að aust­ur­strand­ar­tíma í Banda­ríkj­un­um en þá var klukk­an 04.29 að morgni 19. mars hér á landi og liðinn meira en hálf­ur sól­ar­hring­ur frá því rík­is­stjórn­ar­fundi lauk.

Er vand­séð af um­ræddri frétt CNN hvernig hægt er að draga í efa yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra frá 17. janú­ar sl. Þvert á móti staðfest­ir frétt CNN ein­mitt það sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni. Fréttamaður gerði enga til­raun til að hafa sam­band við for­sæt­is­ráðuneytið við und­ir­bún­ing frétt­ar­inn­ar í því skyni að sann­reyna frétt sína, en leyfði sér þó að lýsa yfir að mál­flutn­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi bein­lín­is verið rang­ur.

For­svars­menn Stöðvar 2 hljóta í fram­haldi af þessu að biðjast af­sök­un­ar," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Hall­dórs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka