Iron Maiden með tónleika í Egilshöll í júní

Iron Maiden.
Iron Maiden.

Breska þungarokksveitin Iron Maiden mun halda tónleika í Egilshöll 7. júní í sumar. Eru tónleikarnir í tengslum við hljómleikaferð sem Iron Maiden fer í um Evrópu í tilefni af útgáfu á tvöföldum DVD-diski með efni frá tónleikum hljómsveitarinnar.

Iron Maiden var stofnuð árið 1976. Í hljómsveitinni eru nú Steve Harris, sem leikur á bassa, gítarleikararnir Dave Murray, Janick Gers og Adrian Smith, trommuleikarinn Nicko McBrain og söngvari er Bruce Dickinson, sem einnig starfar sem flugmaður fyrir breska flugfélagið Astraeus og hefur flogið fyrir Iceland Express.

Ragnheiður Hanson stendur fyrir tónleikunum í sumar. Tilkynnt verður síðar um hvar miðar verða seldir og hvaða hljómsveitir munu hita upp fyrir Iron Maiden í Egilshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson