„Allt glóandi hér í gærkvöldi“

mbl.is/Loftmyndir efh.

All­marg­ir smá­ir eft­ir­skjálft­ar hafa mælst eft­ir að öfl­ug­ur jarðskjálfti af stærðinni 5,2 á Richter varð klukk­an 20:29 í gær­kvöldi um 200 kíló­metra aust­ur af land­inu, að sögn Hjör­leifs Svein­björns­son­ar jarðfræðings á Veður­stofu Íslands. Hann seg­ir að fyrsti skjálft­inn hafi fund­ist greini­lega, einkum í Nes­kaupstað. Þá hafi menn í flugt­urn­in­um á Eg­ils­stöðum fundið fyr­ir skjálft­an­um og látið vita. „Það var allt gló­andi hérna í gær­kvöldi,“ seg­ir Hjör­leif­ur.

Spurður um hættu á flóðbylgj­um í kjöl­far jarðskjálfta seg­ir Hjör­leif­ur að í þessu sam­bandi skipti meðal ann­ars máli hvernig skjálfta sé um að ræða.

„Skjálft­inn í gær virðist hafa verið svo­nefnd­ur sig­geng­is­skjálfti,“ seg­ir hann og bæt­ir við að skjálft­ar sem verða á Suður­landi séu venju­lega sniðgeng­is­skjálft­ar. „Þá eru plöt­urn­ar að skríða fram­hjá hvor ann­arri en í sig­gengi er ann­ar helm­ing­ur sprung­unn­ar að síga niður eða önn­ur sprung­an rís upp. Þegar slíkt ger­ist er sjáv­ar­botn­inn að lækka. Slík breyt­ing á sjáv­ar­botn­in­um hef­ur nátt­úru­lega áhrif á yf­ir­borð sjáv­ar og mynd­ar þannig öld­una,“ seg­ir Hjör­leif­ur.

Hann bæt­ir við að þótt um stór­an skjálfta hafi verið að ræða sé ekki víst að mik­il hreyf­ing hafi orðið á botn­in­um. Mik­il spenna kunni að hafa safn­ast upp en ekki sé ör­uggt að nógu mik­il hreyf­ing hafi orðið á botn­in­um til þess að mynda stóra öldu. „Það er þó ekki ólík­legt að breyt­ing hafi orðið, en hún hef­ur þá senni­lega verið minni en öldu­gang­ur­inn úti á sjó svo fólk hef­ur ekk­ert tekið eft­ir því,“ seg­ir Hjör­leif­ur.

Ald­an rís mikið þegar hún kem­ur á grynn­ing­ar

Hjör­leif­ur seg­ir að hefði verið um stærri skjálfta að ræða hefði slíkt auðvitað haft tölu­verð áhrif, en ým­is­legt skipti máli í þessu sam­bandi, svo sem áhrif grynn­inga á öldu­hæð. „Ald­an rís mikið þegar hún kem­ur upp á grynn­ing­ar. Hún get­ur ferðast næst­um óséð yfir langt haf en þegar upp á grynn­ing­ar kem­ur rís hún upp og það er hættu­leg­ast. Þegar hún kem­ur að landi þar sem er til­tölu­lega djúpt, eins og á flest­um stöðum við Aust­ur­land, og ekki sand­fjör­ur langt út, rís aldrei há alda,“ bæt­ir Hjör­leif­ur við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert