Tjón í óveðri í Neskaupstað

Frystgámurinn sem fór á flug snemma í morgun með tilheyrandi …
Frystgámurinn sem fór á flug snemma í morgun með tilheyrandi skemmdum. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Tjón varð í hvassviðri sem gekk yfir Nes­kaupstað í nótt og morg­un. Verst var veðrið á hafna­svæðinu þar sem stór frystigám­ur hóf sig á loft um hálf sjö í morg­un og fauk til og frá um at­hafna­svæði loðnu­bræðslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar með til­heyr­andi tjóni. Gám­ur­inn tók m.a. ofan dælu­hús vatns­veitu Norðfjarðar með þeim af­leiðing­um að íbú­ar eru nú beðnir um að spara vatn eins og hægt er.

Þá varð tölu­vert tjón þegar fjar­skipta­m­ast­ur, sem stend­ur yst í bæn­um brotnaði. Sam­kvæmt vind­mæli Veður­stof­unn­ar fóru hviður mest í rúm­lega 30 metra á sek­úndu í Nes­kaupstað í nótt, en á vind­mæl­um báta sem lágu í vari úti á firði mæld­ust vind­hviður allt upp í 50 metra á sek­úndu.

Lögreglan girti af svæðið umhverfis fjarskiptamastrið sem brotnaði í veðurofsanum …
Lög­regl­an girti af svæðið um­hverf­is fjar­skipta­m­astrið sem brotnaði í veðurofs­an­um í nótt. mbl.is/​Krist­ín Ágústs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert