Tjón í óveðri í Neskaupstað

Frystgámurinn sem fór á flug snemma í morgun með tilheyrandi …
Frystgámurinn sem fór á flug snemma í morgun með tilheyrandi skemmdum. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir

Tjón varð í hvassviðri sem gekk yfir Neskaupstað í nótt og morgun. Verst var veðrið á hafnasvæðinu þar sem stór frystigámur hóf sig á loft um hálf sjö í morgun og fauk til og frá um athafnasvæði loðnubræðslu Síldarvinnslunnar með tilheyrandi tjóni. Gámurinn tók m.a. ofan dæluhús vatnsveitu Norðfjarðar með þeim afleiðingum að íbúar eru nú beðnir um að spara vatn eins og hægt er.

Þá varð töluvert tjón þegar fjarskiptamastur, sem stendur yst í bænum brotnaði. Samkvæmt vindmæli Veðurstofunnar fóru hviður mest í rúmlega 30 metra á sekúndu í Neskaupstað í nótt, en á vindmælum báta sem lágu í vari úti á firði mældust vindhviður allt upp í 50 metra á sekúndu.

Lögreglan girti af svæðið umhverfis fjarskiptamastrið sem brotnaði í veðurofsanum …
Lögreglan girti af svæðið umhverfis fjarskiptamastrið sem brotnaði í veðurofsanum í nótt. mbl.is/Kristín Ágústsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert