Fyrirtæki í nágrenni Windsor-byggingarinnar lokuð á morgun

Byggingin var alelda á skömmum tíma.
Byggingin var alelda á skömmum tíma. AP

Eld­ur log­ar enn í Windsor-bygg­ing­unni í fjár­mála­hverfi Madri­dar, höfuðborg­ar Spán­ar. Til­kynnt hef­ur verið að fyr­ir­tæki í ná­grenni bygg­ing­ar­inn­ar verði lokuð á morg­un þar sem efstu hæðir henn­ar hafa hrunið sam­an og ótt­ast er að öll bygg­ing­in kunni að hrynja. Þá er óvíst hvort neðanj­arðarlest­ir sem fara um teina í ná­grenni bygg­ing­ar­inn­ar muni ganga sam­kvæmt áætl­un á morg­un.

Slökkviliðsmenn hafa ekk­ert kom­ist inn í bygg­ing­una vegna hita og reyks og Al­berto Ruiz-Gall­ar­don borg­ar­stjóri seg­ir brun­ann þann mesta sem upp hafi komið í borg­inni. Þá seg­ir hann ekki hægt að segja að menn hafi náð stjórn á eld­in­um.

Sjö slökkviliðsmenn og nokkr­ir áhorf­end­ur voru flutt­ir á sjúkra­hús í dag vegna gruns um reyk­eitrun en ein­ung­is einn slökkviliðsmaður er enn á sjúkra­húsi.

Windsor-bygg­ing­in er 32 hæða skrif­stofu­bygg­ing. Eld­ur kom upp í bygg­ing­unni skömmu fyr­ir miðnætti í gær en þá er talið að hún hafi verið mann­laus.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert