Öldungaráð þorpsins Kacha Chohan í Punjab-héraði í Pakistan hefur dæmt barnlausan tvítugan mann til að heitbinda tveggja ára frænku sína eiginmanni konu, sem hann er sakaður um að hafa haldið við.
Samkvæmt dómnum mun eiginmaðurinn fá hönd stúlkunnar þegar hún verður átján ára en auk þess er frændinn Mohammed Akmal dæmdur til að greiða honum andvirði 230.000 íslenskra króna. Maðurinn, sem er 42 ára og skilinn við konu sína, vísaði málinu til öldungaráðsins.