Einn af stofnendum Korn hættur og snýr sér að trúmálum

Jonathan Davis söngvari Korn hamast á sviðinu í Laugardalshöll í …
Jonathan Davis söngvari Korn hamast á sviðinu í Laugardalshöll í sumar. mbl.is/Árni Torfason

Brian „Head" Welch, einn af stofnendum bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Korn er hættur í hljómsveitinni og ætlar að einbeita sér að trúmálum. Segir í yfirlýsingu á heimasíðu Korn, að Welch hafi valið að fylgja Jesú Kristi og ætli að leggja honum lið með tónlist sinni. Korn hélt tónleika í Laugardalshöll sl. sumar.

Welch segir í samtali við blaðið The Bakersfield Californian að þessi ákvörðun hans komi væntanlega á óvart: „Margir halda að ég sé genginn af göflunum. En mér er sama," segir hann.

Welch segir að hann hafi orðið æ fráhverfari rokktónlistinni sem Korn flytur og þeim myrka boðskap sem slíkri tónlist fylgi. „Strákarnir í hljómsveitinni eru ekki slæmir strákar. En markaðsöflin hafa búið til þessa mynd af þeim. Við virðumst vera slæmir en við erum bara strákar sem fengum aldrei tækifæri til að fullorðnast."

Korn vinnur nú að gerð áttundu breiðskífu sinnar og er gert ráð fyrir því að hún komi út síðar á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson