Tillaga um aðildarviðræður við ESB vekur athygli í Noregi

Til­laga um að hefja skuli aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið, sem ligg­ur fyr­ir flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur vakið tals­verða at­hygli í Nor­egi. Norska frétta­stof­an NTB seg­ir að þessi til­laga hafi vakið undr­un á Íslandi.

Haft er eft­ir Ólafi Harðar­syni, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, að það sé áhuga­vert hvernig til­lag­an kem­ur fram en óljóst sé hvaða af­drif hún hljóti á flokksþing­inu. Verði hún hins veg­ar samþykkt þar yrðu það veru­leg tíðindi.

Fram kem­ur komið í dag, að til­lögu­drög­in voru sam­in af umræðuhóp­um en for­usta Fram­sókn­ar­flokks­ins kom þar hvergi nærri. Jón Kristjáns­son, heil­brigðisráðherra, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í kvöld, að slík til­laga, yrði hún samþykkt, gengi gegn stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert