Norskur skriðdreki lenti á íbúðarhúsi

Odin Viken, sem býr í Vassbotna í Noregi, vaknaði um miðja nótt við að hús hans hristist og skalf. Viken hélt að jarðskjálfti orðið en þegar hann fór fram sá hann að skriðdreki var kominn hálfa leið inn í húsið.

Að því er fram kemur í yfirlýsingu frá norska hernum, var um að ræða CV-90 bryndreka sem tók þátt í heræfingum í vestur- og norðurhluta Noregs. Óhappið varð klukka 4:30 í nótt. Engan sakaði.

Viken sagði við norska útvarpið að skriðdrekinn hefði farið gegnum vegg og inn í baðherbergi. „Þetta var eins og jarðskjálfti. Allt húsið skalf og þetta var hræðilegt. Ég varð fyrst óttasleginn en síðan bálreiður," sagði hann.

Herinn segir að verið sé að rannsaka orsakir óhappsins en Viken hafði eftir skriðdrekastjóranum að hann hefði misst stjórn á honum í hálku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir