Franz Ferdinand leikur í Kaplakrika

Franz Ferdinand.
Franz Ferdinand. AP

Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand mun halda tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði 27. maí næstkomandi. Um er að ræða einhverja vinsælustu hljómsveit Bretlands um þessar mundir og hefur hlotið fjölda verðlauna, bæði í Bretlandi og víðar.

Hljómsveitin var stofnuð haustið 2001 í Glasgow. Hljómsveitin hét upphaflega The Chateau. Fyrsta smáskífa sveitarinnar kom út sumarið 2003 en sú næsta snemma á síðasta ári með laginu Take Me Out, og í kjölfarið kom út breiðskífan Franz Ferdinand. Væntanleg er ný plata frá þeim í lok sumars og má gera ráð fyrir því að eitthvað henni verði komið inn í dagskrána hjá þeim í vor.

Hr. Örlygur stendur fyrir tónleikunum í Kaplakrika en fram kemur í tilkynningu að miðasala og upplýsingar um upphitunarsveitir verði auglýstar síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir