Verðlaunahafar úr lestrakeppni lesa Passíusálmana í Hallgrímskirkju

Lest­ur Pass­íusálma Hall­gríms Pét­urs­son­ar í Hall­gríms­kirkju á föstu­dag­inn langa er hefð sem hef­ur verið við haldið allt síðan kirkj­an var vígð. List­vina­fé­lag Hall­gríms­kirkju hef­ur staðið að upp­lestr­in­um. Að þessu sinni verður lest­ur sálm­anna í hönd­um 25 verðlauna­haf­ar úr Stóru upp­lestr­ar­keppn­inni í 7. bekk úr Reykja­vík og ná­grenni.

Um er að ræða verðlauna­hafa und­an­far­inna ára. Þriðjug­ur les­ar­anna var í 7. bekk vorið 2004, þriðjung­ur vorið 2002 en þriðjung­ur er úr öðrum ár­göng­um. Yngstu les­ar­ar eru á 14. ári og þeir elstu á 18. ári.

Pass­íusálm­arn­ir verða flutt­ir á föstu­dag­inn langa frá kl. 13.30 til 19.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert