Lestur Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa er hefð sem hefur verið við haldið allt síðan kirkjan var vígð. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur staðið að upplestrinum. Að þessu sinni verður lestur sálmanna í höndum 25 verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk úr Reykjavík og nágrenni.
Um er að ræða verðlaunahafa undanfarinna ára. Þriðjugur lesaranna var í 7. bekk vorið 2004, þriðjungur vorið 2002 en þriðjungur er úr öðrum árgöngum. Yngstu lesarar eru á 14. ári og þeir elstu á 18. ári.
Passíusálmarnir verða fluttir á föstudaginn langa frá kl. 13.30 til 19.