Kröfu foreldra Schiavo hafnað

Teikning af því þegar George Felos, lögmaður Michaels Schiavos, ávarpar …
Teikning af því þegar George Felos, lögmaður Michaels Schiavos, ávarpar James Whittemore, dómara. AP

Al­rík­is­dóm­ari í Banda­ríkj­un­um hafnaði fyr­ir stundu kröfu um að banda­rísku kon­unni Terri Schia­vo verði gef­in nær­ing í æð. Schia­vo, sem er al­var­lega heila­sködduð, hef­ur ekki fengið vökva eða nær­ingu frá því á föstu­dag en Banda­ríkjaþing og Banda­ríkja­for­seti heim­iluðu for­eldr­um henn­ar með sér­stakri laga­setn­ingu, að áfrýja mál­inu til al­rík­is­dóm­stóls.

Dóm­ar­inn sagði í úr­sk­urði sín­um að for­eldr­ar Schia­vo hefðu ekki fært rök fyr­ir því í máli sínu að nokk­ur von væri til þess að ein­hver breyt­ing geti orðið á ástandi henn­ar. Lögmaður þeirra sagði að úr­sk­urðinum yrði án taf­ar áfrýjað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls í Atlanta en sá dóm­stóll hef­ur þegar verið beðinn um að fjalla um hvort brotið hafi verið á rétt­ind­um Schia­vo í málsmeðferðinni allri.

Schia­vo hef­ur verið haldið lif­andi með vél­um frá því hún fékk hjarta­stopp fyr­ir fimmtán árum og hlaut mikl­ar heila­skemmd­ir. For­eldr­arn­ir hafa bar­ist gegn því að hún verði lát­in deyja en Michael Schia­vo, eig­inmaður Schia­vo, sem hef­ur for­ræði yfir henni, gaf fyr­ir­mæli um það á föstu­dag, að slanga, sem séð hef­ur Terri fyr­ir nær­ingu, yrði tek­in úr sam­bandi eft­ir að hafa fengið til þess heim­ild rík­is­dóm­stóls. Banda­ríkjaþing samþykkti á sunnu­dags­kvöld lög­gjöf sem heim­ilaði for­eldr­um Terri að leggja þenn­an úr­sk­urð fyr­ir al­rík­is­dóm­ara.

Michael Schiavo, eiginmaður Terri Schiavo.
Michael Schia­vo, eig­inmaður Terri Schia­vo. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert