Fréttastjóri rekinn vegna seinagangs í fréttum um andlát páfa

Frétta­stjóri hjá ung­verska rík­is­sjón­varp­inu var rek­inn úr starfi í dag vegna þess hversu seint sjón­varpið flutti þær frétt­ir að Jó­hann­es Páll II páfi hefði lát­ist, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu sem stöðin sendi frá sér.

Zolt­an Rudi, for­stöðumaður rík­is­sjón­varps­ins, sagði frétta­stjór­an­um, Gyorgy Nika, upp störf­um vegna máls­ins.

Þegar frétta­flutn­ing­ur af and­láti páfa var skoðaður kom í ljós að rík­is­sjón­varpið rauf hefðbundna dag­skrá laug­ar­dags­ins til þess að til­kynna að páfi væri lát­inn 27 mín­út­um eft­ir að rík­is­frétta­stofna MTI skýrði fyrst frá and­láti páfa.

Önnur sjón­varps­stöð í eigu rík­is­ins og all­nokkr­ar einka­rekn­ar stöðvar fluttu frétt­ir af and­láti páfa mun fyrr en Ung­verska sjón­varpið, sem þekkt er und­ir skamm­stöf­un­inni MTV í Ung­verjalandi.

„Við vænt­um þess að ung­versk­ur al­menn­ing­ur fái að frétta af heimsviðburðum hjá Ung­verska sjón­varp­inu,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni. „Þegar and­lát páfa bar að stóð stöðin ekki und­ir þess­um vænt­ing­um,“ seg­ir einnig í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert