Kviknaði í dráttarvél við Þórustaði í Bitrufirði

Litlu munaði að eld­ur færi í fjár­hús þegar kviknaði í drátt­ar­vél við bæ­inn Þór­ustaði í Birtruf­irði um klukk­an eitt í dag. Drátt­ar­vél­in stóð við fjár­hús þar sem kind­ur voru inni og hefði getað farið illa ef eld­ur­inn hefði náð þangað. Má þakka snar­ræði íbúa á bæn­um og bænda í ná­grenn­inu að ekki fór verr því þeir náðu að halda eld­in­um í skefj­um þar til slökkviliðið kom á staðinn, að sögn lög­regl­unn­ar á Hólma­vík.

Talið er að kviknað hafi í út frá raf­magni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert