Berlusconi myndar nýja ríkisstjórn

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, myndaði nýja ríkistjórn í dag og mun sverja embættiseið síðdegis. Berlusconi fékk stjórnarmyndunarumboð í gær, tveim dögum eftir að hann baðst lausnar í kjölfar valdabaráttu milli stjórnarflokkanna. Fréttaskýrendur segja að með myndun nýrrar stjórnar vonist Berlusconi til að auka vinsældir sínar meðal kjósenda og halda völdum fram á mitt næsta ár, þegar kosningar eiga að fara fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert