Ætlaði að skera niður kjötlæri inni á skemmtistað

Lög­regl­an á Ísaf­irði var kölluð að skemmti­stað í bæn­um að kvöldi síðasta vetr­ar­dags en til­kynnt var um mann með hníf inni á staðnum. Þegar lög­reglu bar að garði kom í ljós að maður­inn hugðist nota hníf­inn til að skera niður hangi­kjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kring­um sig sneiðar af kjöt­inu.

Maður­inn ógnaði eng­um, en hníf­ur­inn var stærri en lög leyfa og var hann því hald­lagður. Maður­inn fékk þó að halda lær­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert