Löglegt að búa til sérhönnuð systkini

Bresku Lagaláv­arðarn­ir, sem sam­svara hæsta­rétti lands­ins, úr­sk­urðuðu í morg­un að það væri lög­legt að búa til sér­hönnuð börn með sér­staka erfðafræðieig­in­leika sem hugs­an­lega geta nýst við meðhöndl­un veikra systkina þeirra. Dóm­ar­arn­ir fimm staðfestu þar með dóm und­ir­rétt­ar ein­róma en með úr­sk­urði und­ir­rétt­ar féll bann við nýt­ingu erfðafræðirann­sókna og tækni­frjóvg­un­ar til að búa til sér­hönnuð börn úr gildi.

Málið kom upp er hjón­in Raj og Shah­ana Hashmi óskuðu eft­ir aðstoð við að geta barn sem hefði erfðaeig­in­leika sem gætu nýst við meðhöndl­un ungs son­ar þeirra sem þjá­ist af sjald­gæf­um, ban­væn­um blóðsjúk­dómi. Eft­ir að und­ir­rétt­ur hafði dæmt í mál­inu hlutu þau þá aðstoð sem þau fóru fram á en málið fékk þó skjót­an endi er frú Hashmi missti fóst­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert