Minnismerki um helförina afhjúpað í Berlín í næstu viku

Blaðamaður skoðar minnismerkið í morgun. Í baksýn sést þýska þinghúsið …
Blaðamaður skoðar minnismerkið í morgun. Í baksýn sést þýska þinghúsið og Brandenborgarhliðið. AP

Nýtt minnismerki um helför gyðinga, sem reist hefur verið í Berlín, verður formlega afhjúpað á þriðjudag. Minnismerkið, sem er eftir bandaríska arkitektinn Peter Eisenman, er á milli Brandenborgarhliðsins og svæðisins þar sem sprengjubyrgi Adolfs Hitlers var. Um er að ræða 2711 steinsteypublokkir sem lagðar eru á svæði á stærð við þrjá knattspyrnuvelli. Blokkirnar eru í röðum og ná allt að 5 metra hæð á miðju svæðinu en eru mun lægri á jöðrunum.

Þýska minnismerkið um helförina.
Þýska minnismerkið um helförina. AP
AP
Loftmynd af minnismerkinu.
Loftmynd af minnismerkinu. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert