Upplýsingar um að Ísland innleiði 6,5% af reglum ESB ræddar á Alþingi

Davíð Odds­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að upp­lýs­ing­ar, sem komið hefðu fram við at­hug­un skrif­stofu EFTA í Brus­sel um að 6,5% af heild­ar­fjölda Evr­ópu­sam­bands­gerða und­an­far­inn ára­tug hefðu verið tek­in inn í EES-samn­ing­inn, væru afar merki­leg­ar. Þær sýndu að það væri al­ger­lega úr lausu lofti gripið að halda því fram að Íslend­ing­ar þurfi að taka upp all­ar gerðir ESB án þess að geta haft áhrif á þær.

Davíð lagði fram á Alþingi í morg­un svar við fyr­ir­spurn Sig­urðar Kára Kristjáns­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks, þar sem þetta kom fram. Í svar­inu kem­ur m.a. fram að í 101 til­viki á síðustu 10 árum hafa gerðir, sem tekn­ar hafa verið upp í EES-samn­ing­inn kraf­ist laga­breyt­inga hér á landi.

Sig­urður Kári gerði svarið að um­tals­efni í upp­hafi þing­fund­ar í dag og sagði að því hefði verið haldið fram fyr­ir­vara­laust í ára­tug að Íslend­ing­ar inn­leiði 80% af öllu reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins inn í ís­lensk­an rétt, m.a. af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og því væri betra að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að geta haft áhrif þar. Nú hefði komið í ljós, að þessi áróður væri blekk­ing og Íslend­ing­ar væru ekki að stimpla gerðir ESB í þeim mæli, sem haldið hefði verið fram á Alþingi.

Davíð Odds­son sagði, að í umræðu um bresku kosn­ing­arn­ar að und­an­förnu hefði komið fram að um 45% af lög­um, sem breska þingið set­ur, kæmi boðsent frá Bus­sel, en þannig væri það ekki hjá Íslend­ing­um. Raun­ar væri það þannig með þessi 6,5%, sem Íslend­ing­ar hefðu tekið inn í sitt reglu­verk, að þeir hefðu mikið um málið að segja á öll­um stig­um þess nema á loka­stig­inu, sem væri oft­ast nær hreint forms­atriði.

„Full­yrðing­ar um að við tök­um þetta allt sam­an upp hvort sem er án þess að hafa áhrif á gerðirn­ar eru auðvitað al­ger­lega úr lausu lofti gripn­ar og þetta eru stór­kost­lega merki­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem hér hafa feng­ist fram við þessa at­hug­un," sagði Davíð.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sagði að sá mál­flutn­ing­ur, sem tals­vert hefði vaðið uppi, að lög­gjaf­ar­starf í EES-lönd­un­um væri fyrst og fremst ljós­rit­un af gerðum og ákvörðunum Evr­ópu­sam­bands­ins, hryndi til grunna með þess­um upp­lýs­ing­um.

Stein­grím­ur sagði að þetta dragi auðvitað fram þann reg­in­mun, sem væri á EES-samn­ingn­um með öll­um hans kost­um og göll­um og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu vegna þess að land­búnaðar­stefna og sjáv­ar­út­vegs­stefna ESB og tolla­mál væru utan gild­is­sviðs ESS-samn­ings­ins.

Björg­vin G. Sig­urðsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að þess­ar upp­lýs­ing­ar væru þarfar en hann væri sann­færður um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB sem allra fyrst. Fjölda­margt annað en lýðræðis­leg aðkoma að laga­setn­ing­ar­ferl­inu knýi á um aðild­ar­um­sókn. Spurði hann hver viðbrögð Íslend­inga ættu að vera þegar Norðmenn sæktu um aðild í þriðja sinn og þegar EES-samn­ing­ur­inn liði þar með und­ir lok.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að eng­ar lík­ur væru á að Nor­eg­ur væri á leið inn í ESB og því síður væri EES-samn­ing­ur­inn að líða und­ir lok.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagðist ekki fá bet­ur sé en að um­rædd 6,5% gerða ESB séu af heild­ar­fjöld­an­um en legið hafi fyr­ir í 10 ár að EES-samn­ing­ur­inn næði ekki til allr­ar starf­semi Evr­ópu­sam­bands­ins. Því þyrfti að reikna þessa pró­sentu­tölu upp á nýtt. Hins veg­ar ættu þing­menn að geta látið þvargi lokið í nefnd­um Alþing­is um að Brus­sel ráði öllu og Alþingi geri ekki annað en inn­leiða gerðir frá ESB. Nú hljóti þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins að taka glaðir við því litla sem kem­ur frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, sagði að upp­lýs­ing­arn­ar staðfesti það sem nefnd­ar­menn í Evr­ópu­stefnu­nefnd hefðu orðið áskynja að und­an­förnu og töl­ur um að allt að 80% þess sem Evr­ópu­sam­bandið ákvæði sé inn­leitt hér væru al­ger­lega rang­ar. Björn sagði, að nefnd­in hefði einnig farið yfir það hvaða mögu­leika Íslend­ing­ar hefðu til að hafa áhrif á þess­ar gerðir og koma fram sjón­ar­miðum sín­um. „Það er ljóst að við nýt­um ekki öll þau tæki­færi sem höf­um í því efni, til að hafa áhrif á þess­ar gerðir sem snerta fjór­frelsið og snerta samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið," sagði Björn.

Hann sagðist einnig vilja mót­mæla því að EES-samn­ing­ur­inn líði und­ir lok þótt Norðmenn gengju í ESB. Þegar samn­ing­ur­inn hefðu verið gerður á sín­um tíma hefðu Norðmenn ætlað að ganga í ESB en hafnað aðild síðan í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Eng­inn bil­bug­ur hefði verið á nein­um, sem stóðu að gerð samn­ings­ins, um að hann myndi halda gildi sínu þótt Norðmenn hefðu þá samþykkt að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Svar ut­an­rík­is­ráðherra um ESB-gerðir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert