Danskur prestur sem dregur tilvist Guðs í efa fær ef til vill að predika að nýju

Thorkild Grosbøll.
Thorkild Grosbøll. AP

Danskur prestur, sem hefur lýst því yfir að hann efist um tilvist Guðs, fær hugsanlega að predika að nýju ef hann endurnýjar klerkaheit sín, að því er biskup lútersku kirkjunnar í Danmörku greindi frá í dag.

Jan Lindhardt, biskup lútersku kirkjunnar, sagði í gær að hann væri að íhuga setja prestinn, Thorkild Grosbøll aftur í embætti, en honum var vísað úr starfi prests eftir umdeild ummæli sem hann lét frá sér fara árið 2003. Þá sagði hann í viðtali við dagblað að hann hann tryði ekki á Guð, upprisuna eða eilíft líf.

Kirkjan vísaði honum tímabundið úr starfi og bað dönsk yfirvöld að reka hann úr prestsembætti. Lúterskir prestar í Danmörku eru ríkisstarfsmenn og aðeins dönsk yfirvöld geta sagt þeim upp störfum eftir að biskup hefur mælst til þess.

Dönsk yfirvöld neituðu hins vegar að reka Grosbøll úr starfi og létu málið í hendur kirkjunnar að nýju.

Grosbøll sagði í samtali við AP-fréttastofuna í dag að hann væri reiðubúin að endurnýja klerkaheit sín. Skoðanir hans hefðu hins vegar ekki breyst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert