Reyndu að selja stolin eintök af nýjustu Harry Potter bókinni

Nýja bókin um Harry Potter á að koma út 16. …
Nýja bókin um Harry Potter á að koma út 16. júlí í sumar. AP

Breska lögreglan handtók í dag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa reynt að selja stolin eintök af nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter, en bókin á að koma út 16. júlí í sumar.

„Tvær bækur fundust og þær eru nú geymdar á öruggum stað í sönnunarskyni,“ sagði lögreglan í Northhamptonshire á Englandi. Mennirnir voru handteknir í Kettering, um 130 kílómetra norður af Lundúnum.

Lögregla sagði að vísendingar hefðu borist um að einhver væri að reyna að selja eintök af bókinni og að viðkomandi einstaklingur væri vopnaður.

Annar þeirra sem handtekinn var er 37 ára en hinn 19 ára.

Breska blaðið Sun staðfesti að maður hefði leitað til þess og viljað selja því eintak af bókinni sem nefnist „Harry Potter og hálfi prinsinn.“ Blaðið sagði að það hefði haft í hyggju að láta yfirvöld hafa bókina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup