Hvalhræ dregið út á haf og síðan aftur upp í fjöru

Sprengju­sér­fræðing­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar reyndi að sprengja upp hval­hræ sem var á reki í Hafn­ar­fjarðar­höfn í gær­kvöldi en við spreng­ing­una skipt­ist hræið í tvo hluta sem voru dregn­ir út á haf. Þar sem þá rak strax aft­ur í átt til lands var það þó brugðið á það ráð að draga hræ­in aft­ur til lands um klukk­an tíu í gær­kvöldi og þau bundið þar niður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar er óvíst hvort eitt­hvað meira verður gert í mál­inu en til stend­ur að kanna það þegar öll hátíðar­höld í til­efni af sjó­manna­deg­in­um verða um garð geng­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert