Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar reyndi að sprengja upp hvalhræ sem var á reki í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi en við sprenginguna skiptist hræið í tvo hluta sem voru dregnir út á haf. Þar sem þá rak strax aftur í átt til lands var það þó brugðið á það ráð að draga hræin aftur til lands um klukkan tíu í gærkvöldi og þau bundið þar niður.
Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar er óvíst hvort eitthvað meira verður gert í málinu en til stendur að kanna það þegar öll hátíðarhöld í tilefni af sjómannadeginum verða um garð gengin.